Home

Upphafið

Upphafið

The Origin

It all starts with passion

Skriplað á skötunni
Segja má að ég hafi dottið aftur inn í veitingabransann en ég vann sem þjónn og barþjónn í fjölda ára bæði í Reykjavík og Siglufirði. Það virðist vera í blóðinu hjá mér að vera gestgjafi og því var það að einhver innri þörf rak mig í að koma upp skötuhlaðborði þegar stefndi í að ekkert skötuhlaðborð yrði á Þorláksmessu 2015 þar sem eini veitingastaðurinn í eynni á þeim tíma hafði lagt upp laupana skömmu áður. Þar sem ég og nokkrir vinir vorum að ræða þetta tók eðlið yfir og saman fylltumst við fítonskrafti sem varð til þess að við fengum lánað húsnæði til að bjarga þessu, húsnæðið sem seinna varð heimili veitingastaðarins Verbúðin 66.
Skötuhlaðborðinu var bjargað með sameiginlegu átaki en þá var einhvern veginn ekki aftur snúið, ég var komin með bakteríuna sem endaði með að ég opnaði dyrnar að Verbúðinni 66 þann 24. mars 2016. Við keyptum síðan húsnæðið árið 2018.

Fyrirtækið á bak við Verbúðina 66 heitir Háey ehf. en nafn staðarins er samsuða þess að fæðingarár mitt er 1966 og sú staðreynd að sextugasta og sjötta breidddargráðan liggur yfir eyjuna miðja og svo er húsið á bletti þar sem áður voru verbúðir og gamlar bryggjur.

Fell back in
It could be said that I fell back into the hospitality industry.  I had worked as a waiter and bar server for many years both in Reykjavik and Siglufjordur.  Hospitality seems to be in my blood and it was as if some inner calling that got me to set up a “skotuhladbord” (ray buffet) when it seemed that there would not be any such on the feast day of St Thorlack on the island in 2015 as the islands only restaurant at the time had folded. As some of my friends and I were lamenting this my inner calling came to the fore and, filled with fighting spirit, we got a loan of the premises that later came the Verbudin 66 and saved the day. The skotuhladbord was saved by a group effort but for me there was no turning back.  The bug had bitThe company behind the restaurant is called Haey and the name of the restaurant is a amalgamation of my birth year 1966, the fact that Hrisey is 66 degrees north and where the building now stands there used to be small houses used for processing fish, called verbud.ten and we opened the Verbudin 66 on the 24 of March 2016 and then in 2018 we then bought the premises.

Fjölbreytni er lykilatriði
Verbúðin 66 skartar fjölbreyttum matseðli sem inniheldur auk kjöt- og fiskrétta bæði vegan-, grænmetis- og glútenlausa rétti en allra vinsælasti réttur okkar er fiskur og franskar sem þrátt fyrir að vera nokkuð hefðbundinn er kryddaður á sérstakan hátt. 

Variety is key
Verbudin 66 has varied menu and we serve meat, fish and also vegetarian, vegan and gluten free dishes.  Our most popular dish is fish and chips, which, although traditional, we have our own way of seasoning.

Eyjan gefur
Við erum stolt af því að nota hráefni sem til verða á eyjunni góðu, t.d. ferskan fisk, þurrkaða hvönn og landnámshænuegg. Auk þess fáum við frá nágrönnum kjöt frá B. Jensen og Norðlenska auk fisks frá Fiskkompaníinu og til að kóróna allt erum við að sjálfsögðu með Kaldabjór, bæði áfengan og óáfengan.

Locally sourced
We take pride in using locally sourced fish, eggs from Landnamsegg and dried “hvönn” Angelica Archanglica which grows on the island. We get meat from our neighbours, B. Jensen and Nordlenska, fish from Fiskikompaniid and to to crown it all we have Kaldi beer, both regular and non alcoholic.  

Mannauðurinn nákomni
Eiginmaðurinn Ómar Hlynsson stendur þétt við bakið á mér, ómetanleg stoð í öllu sem viðkemur rekstrinum, er mjög fjölhæfur og hefur gert flestallar breytingar á staðnum sjálfur, tekur jafnvel upp gítarinn og spilar fyrir gesti þegar þannig stendur á.

Sonurinn Emil Hrafn er listamaður í eldhúsinu og léttir móður sinni starfið þar. Fjölskylduvinurinn Kristín Björk er einnig ómissandi partur af Verbúðinni og sér um að leiða teymi sumarstarfsmanna sem öll leggja sig fram við að dekra við gesti.
The invaluable helpers
My husband Omar Hlynsson is my support in all of this.  He has done most of the renovations of the restaurant himself and, on occasion, grabs the guitar and serenades the customers. 
Our son Emil Hrafn, being a genie in the kitchen makes his mothers life easier there.  Family friend, Kristin Bjork, is also and invaluable part of the team leading all our seasonal staff making sure all our guests are pampered and looked after as best can be.

Þetta er svo einfalt!
Reglurnar eru fáar en góðar, að vera glöð og hafa gaman, halda öllu hreinu og snyrtilegu og koma fram við gestina af meðfæddri gestrisni. Hópurinn er lygilega samstiga og það er trú okkar að það skili sér í aukinni ánægju gesta.

It is so simple
The rules are few but good.  Be happy and enjoy yourself, pamper our guests while keeping everything ship shape.  Our team is remarkably in step and we believe that in turn adds to our guests enjoyment.

IMG_0720