The Origin
It all starts with passion
Segja má að ég hafi dottið aftur inn í veitingabransann en ég vann sem þjónn og barþjónn í fjölda ára bæði í Reykjavík og Siglufirði. Það virðist vera í blóðinu hjá mér að vera gestgjafi og því var það að einhver innri þörf rak mig í að koma upp skötuhlaðborði þegar stefndi í að ekkert skötuhlaðborð yrði á Þorláksmessu 2015 þar sem eini veitingastaðurinn í eynni á þeim tíma hafði lagt upp laupana skömmu áður. Þar sem ég og nokkrir vinir vorum að ræða þetta tók eðlið yfir og saman fylltumst við fítonskrafti sem varð til þess að við fengum lánað húsnæði til að bjarga þessu, húsnæðið sem seinna varð heimili veitingastaðarins Verbúðin 66.
Fyrirtækið á bak við Verbúðina 66 heitir Háey ehf. en nafn staðarins er samsuða þess að fæðingarár mitt er 1966 og sú staðreynd að sextugasta og sjötta breidddargráðan liggur yfir eyjuna miðja og svo er húsið á bletti þar sem áður voru verbúðir og gamlar bryggjur.
Fell back in
Fjölbreytni er lykilatriði
Verbúðin 66 skartar fjölbreyttum matseðli sem inniheldur auk kjöt- og fiskrétta bæði vegan-, grænmetis- og glútenlausa rétti en allra vinsælasti réttur okkar er fiskur og franskar sem þrátt fyrir að vera nokkuð hefðbundinn er kryddaður á sérstakan hátt.
Variety is key
Verbudin 66 has varied menu and we serve meat, fish and also vegetarian, vegan and gluten free dishes. Our most popular dish is fish and chips, which, although traditional, we have our own way of seasoning.
Eyjan gefur
Við erum stolt af því að nota hráefni sem til verða á eyjunni góðu, t.d. ferskan fisk, þurrkaða hvönn og landnámshænuegg. Auk þess fáum við frá nágrönnum kjöt frá B. Jensen og Norðlenska auk fisks frá Fiskkompaníinu og til að kóróna allt erum við að sjálfsögðu með Kaldabjór, bæði áfengan og óáfengan.
Mannauðurinn nákomni
Eiginmaðurinn Ómar Hlynsson stendur þétt við bakið á mér, ómetanleg stoð í öllu sem viðkemur rekstrinum, er mjög fjölhæfur og hefur gert flestallar breytingar á staðnum sjálfur, tekur jafnvel upp gítarinn og spilar fyrir gesti þegar þannig stendur á.
Þetta er svo einfalt!
Reglurnar eru fáar en góðar, að vera glöð og hafa gaman, halda öllu hreinu og snyrtilegu og koma fram við gestina af meðfæddri gestrisni. Hópurinn er lygilega samstiga og það er trú okkar að það skili sér í aukinni ánægju gesta.